ein með öllu...

Fermetrarnir fara ekki til spillis í þessari eign og það eru engin rými sem þarf að yfirgefa til að skipta um skoðun.

“Svo heldur þú að þú sért búinn að sjá allt, en nei nei, eignin bara heldur áfram og áfram að koma manni á óvart.”

Eignin að utan

  • Húsagerð: Sævangur 25 er sjónsteypuhús með áli á þaki og þakköntum, og tréverki úr Oregon Pine.
  • Stærð: 384.8 m2 samtals (347.8 m2 skv. HMS), skipt í:
    • 176 m2 neðri hæð
    • 171 m2 miðhæð
    • 37 m2 efri hæð (pallur, ekki skráð í FMR)
    • 10 m2 utangeng geymsla (ekki skráð í FMR)
    • Þar af 47 m2 bílskúr (innangengur)
  • Afstaða: Húsið snýr á langveginn norðvestur-suðaustur og á skammveginn suðvestur-norðaustur.
  • Lóð: 822 m2 leigulóð.
  • Inngangur: Fremur stórbrotinn, gengið er um brú sem byggð er utan á húsið yfir stóri gjótu með glæsilegu Reynitré og bronz hafmeyjustyttu.
  • Svalir:
    Morgunsvalir í suðaustur við hjónasvítu.
    Dagsvalir í suðvestur við sjónvarpsstofu, með útsýni yfir “Hreiðrið” (hringlaga setusvæði í garðinum), fólkvang Hleina, Hafnarfjarðarhöfn og Reykjanes.
  • Útilýsing: Vegleg útilýsing lýsir upp bæði húsið og garðinn.
  • Arkitektúr: Húsið teiknað af Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall, byggt 1981.
front1

eignin að Innan

  • Herbergi: Fimm svefnherbergi,  fimm stofur, tvö baðherbergi, líkamsrækt, sauna, bílskúr.

     

  • Skynsamlegt skipulag: Miðlæg hönnun þar sem eldhúsið er miðja heimilislífsins, með stuttu aðgengi að öllum herbergjum og svæðum.

 

  • Gólfefni: Merbau parket og handgerðar terracotta flísar gefa eigninni sérstakt yfirbragð.

     

  • Innréttingar: Sérsmíðaðar innréttingar úr dökkri eik, sem skapa heildstæða og hlýja umgjörð.

     

  • Stiginn: Glæsilegur sérsmíðaður stigi sem rís upp í gegnum miðju hússins.

     

  • Ljós: Í eigninni eru 27 sérsmíðuð kúluljós sem fylgja eigninni.

     

  • Hússtjórn: Google Home hússtjórnarkerfi stýrir tónlistarspilun inni og úti, útiljósum, finnur símann þinn ásamt fleiru.

     

  • Umfjöllun: Fjallað var um eignina og sérstöðu hennar í bókinni “Heimili og Húsagerð 1967-1987“.

 

Nánari lýsing:

Anddyri: Flísar á gólfi, fatahengi og skápur.

Forstofa: Flísalagt með útgengi í garð.

Stofa: Stór og mikil með gríðarlegri lofthæð og arin. Gólfefni eru ullarteppi og flísar. Um 31 m2

Borðstofa: Tengist stofu að mestu , mikil lofthæð, flísar á gólfi og aðgangur (annar af tveimur) að eldhúsi. Um 15 m2

Eldhús: Rúmgott, flísar á gólfi. Tveir inngangar með rennihurðum. Um 15 m2

Efra hol/efri svefnálma: Gengið upp hálfa hæð frá eldhúsi. Lítið setu svæði, línskápur, aðgangur að efri svernherbergisálmu, sjónvarstofu og koníaksstofu. Parket á gólfi.

Sjónvarpsstofa og koníaksstofa: Gengið er upp nokkur þrep frá efra holi í sjónvarpsstofu með mikilli lofthæð og þaðan áfram í koníaksstofustofuna. Parket á gólfum. Innri svalir sem horfa yfir stofuna. Útgengi á suðvestur svalir með miklu útsýni yfir friðland Hleina, Hafnarfjörð og Reykjanesið. 37 m2 (ekki inn í HMS skráningu)

Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum morgunsvölum. Gengið inn í fataherbergi og þaðan áfram inn á baðherbergi með sturtu og baðkari. Flísar á baði annars parket. Um 30 m2

Herbergi 2 og 3: Tvö góð herbergi með fallegu útsýni út á friðland Hleina. Parketi á gólfum. Um 9,5 m2 + 9,5 m2

Þvottahús: Vaskur og innrétting, flísar á gólfi og veggjum.

Neðra hol/neðri svefnálma: Gengið niður hálfa hæð úr andyri. Stór skápur, flísar á gólfi.

Baðherbergi: Lítið baðherbergi með sturtu, flísalagt.

Herbergi 4 og 5: Parket á gólfum, hefur verið opnað milli herbergja en auðvelt að loka aftur. Um 9 m2 + 9 m2

Búr: Gengið niður hálfa hæð úr neðra holi. Hillur á veggjum. Málað gólf. Um 7 m2

Filmugeymsla: Gengið niður hálfa hæð frá búri. Filmugeymsla var sýningarherbegi fyrir bíósal en er hobbyherbergi/geymsla í dag. Vaskur og innréttingar. Málað gólf. um 9,5 m2

Bíosalur: Stór bíósalur með 3,2 metra breiðu sýningartjaldi. Parket á gólfi. Um 31 m2

Líkamsrækt: Inn af bíósal. Parket á gólfi. Búningsklefi, sturtur og sauna með flísum. Um 21 m2

Bílskúr: Innangegnt frá neðri svefnherbergisgangi. Rúmgóður, vaskur og skápar. Um 47 m2

Útigeymsla/stúdíó: Útigeymsla er undir efra bílaplani. Harðull á veggjum, plastparket á gólfi. Var notað sem lítið upptökustúdío um tíma en er núna notað sem geymsla. Um 10 m2 (ekki inn í HMS skráningu)

“Lóðin er skjólsæl og sólrík og hreint út sagt ævintýanleg á alla mælikvarða, allskonar stígar, staðir og skúmaskot, algjört konfekt fyrir augun”

Garðurinn

  • Lóðin: 822 m2 hraunlóð þar sem lögð var áhersla á að raska sem minnstu, með ósnertu hrauni sem stendur nánast við útveggina.
  • Hönnun: Hönnuð af landslagsarkitektunum Auði Sveinsdóttur og Pétri Jónssyni, með miklum hraunhleðslum, stígum um allt, og fjölbreyttri flóru.
  • Upplifuni: Skemmtilegt ferðalag er um lóðina, fullt af fallegum stöðum til að sjá og mikil skemmtun fyrir börn.
  • Útivistarþægindi: Geislahitari undir suðvestur svölum, kraftmiklir útihátalarar tengdir hússtjórnarkerfi, og rafmagns heitapottur á stalli með útsýni yfir náttúruna (potturinn er í lagi en er orðinn gamall og þarfnast endurnýjunar).
  • Veðursæld: Garðurinn er mjög veðursæll eins og lesa má úr grósku flórunnar. Sólarpottur er á suðvesturhlíð eignarinnar sem er í miklu skjóli og hiti þar oft 4-5°C yfir veðurstofumælingum á sólardögum.
  • Viðhald: Þar sem hluti lóðarinnar er ósnert náttúra og viss önnur svæði hafa verið þakin með kurli eða sandi hefur viðhaldsvinnu við lóðina verið lágmörkuð.
  • Gras: Á þremur svæðum í kringum húsið má finna gras.  Það fellur ágætlega inn í heildina og er mikill kostur að hafa fyrir börn sem leiksvæði.
  • Sérstaða: Garðurinn og umhverfið eru svo einstakt að það þarf að sjá það til að skilja.
  • Umfjöllun: 1999 kom tökulið fyrir sjónvarpsþáttinn “The Victory Garden” á PBS í Bandaríkjunum og tók upp efni fyrir þátt um magnaða garða á hraunlóðum.

viðhald og endurnýjun

Hér er listi yfir viðhald og endurnýjun á eigninni síðustu 10 ár.

  • Skipt um 16 rúðugler sem var komin móða í eða var að byrja. Einhver hluti hafði áður verið endurnýjaður af fyrri eigendum.
  • Skipt um þakpappa á norðurhúsi og flasningar á suðaustur gafli norðurhúss.
  • Viðgerð á þakkanti á tveimur stöðum þar sem fuglar voru að komast inn.
  • Þak málað.
  • Skipt um loftplötur, ull og rakasperru í koníakstofu vegna lekaummerkja sem urðu þegar vatn fauk upp  veggklæningu í óveðri á suðaustur gafli og komst inn í öndun þaks. Hönnun var breytt til að tryggja að það gæti ekki gerst aftur.
  • Fúgur í sturtum yfirfarnar.
  • Yfirlag á stétt við inngang endurnýjað.
  • Svalahurð í sjónvarpsstofu endursmíðuð.
  • Tréverk á gluggum og hurðum málað og litaskipti á opnanlegum fögum og hurðum.
  • Skipt um skáp undir stóra eldhúsvaski.
  • Skipt um stjórnbox fyrir gufu
  • Auka bílaplani bætt við hægra megin við bílskúrsplan
  • Hússtjórnarkerfi sem byggir á Google Assistant sett upp. Stjórnar hluta af inniljósum, garðljósum, tónlist inni og í garði, dyrabjöllu, bílskúrshurð, öryggiskerfi og einhverju fleiru.
  • Húsið heilmálað og fengið reglulegar viðhaldsumferðir.
  • Ýmsar tilfallandi steypuviðgerðir.
  • Útihátalarar settir upp fyrir Hreiðrið.
  • Hluti af trépöllum endurgerðir og grindverk/hlið smíðað við inngang.
  • Skipt um alla vatnskrana á vöskum
  • Skipt um innihurðarhúna.
  • Skipt um húna á fataskápum
  • Skipt um eldunartæki
  • Glerhurðir settar á allar sturtur.
  • Ýmis tilfallandi málningarvinna inni
  • Útiljós sett víðsvegar um garð og á hús.

Bóka skoðun á sævangi 25

Karólína Íris Jónsdóttir

Löggiltur fasteigna- og skipasali

Lagalegur fyrirvari: Þessi vefsíða veitir viðbótarupplýsingar um eignina Sævang 25 í Hafnarfirði, samanteknar og settar fram af eiganda eignarinnar. Þó að vandað hafi verið til verks og ætlunin sé að koma fram af fullum heiðarleika, þá geta leynst villur og er efnið því sett fram án ábyrgðar. Sölulýsing fasteignasala er eina löglega skjalið sem gildir um söluna og eignina; því er mikilvægt að hafa samband við fasteignasöluna til að fá nánari upplýsingar um atriði sem áhugasamur kaupandi vill vita meira um.