Fermetrarnir fara ekki til spillis í þessari eign og það eru engin rými sem þarf að yfirgefa til að skipta um skoðun.
“Svo heldur þú að þú sért búinn að sjá allt, en nei nei, eignin bara heldur áfram og áfram að koma manni á óvart.”
Herbergi: Fimm svefnherbergi, fimm stofur, tvö baðherbergi, líkamsrækt, sauna, bílskúr.
Gólfefni: Merbau parket og handgerðar terracotta flísar gefa eigninni sérstakt yfirbragð.
Innréttingar: Sérsmíðaðar innréttingar úr dökkri eik, sem skapa heildstæða og hlýja umgjörð.
Stiginn: Glæsilegur sérsmíðaður stigi sem rís upp í gegnum miðju hússins.
Ljós: Í eigninni eru 27 sérsmíðuð kúluljós sem fylgja eigninni.
Hússtjórn: Google Home hússtjórnarkerfi stýrir tónlistarspilun inni og úti, útiljósum, finnur símann þinn ásamt fleiru.
Umfjöllun: Fjallað var um eignina og sérstöðu hennar í bókinni “Heimili og Húsagerð 1967-1987“.
Nánari lýsing:
Anddyri: Flísar á gólfi, fatahengi og skápur.
Forstofa: Flísalagt með útgengi í garð.
Stofa: Stór og mikil með gríðarlegri lofthæð og arin. Gólfefni eru ullarteppi og flísar. Um 31 m2
Borðstofa: Tengist stofu að mestu , mikil lofthæð, flísar á gólfi og aðgangur (annar af tveimur) að eldhúsi. Um 15 m2
Eldhús: Rúmgott, flísar á gólfi. Tveir inngangar með rennihurðum. Um 15 m2
Efra hol/efri svefnálma: Gengið upp hálfa hæð frá eldhúsi. Lítið setu svæði, línskápur, aðgangur að efri svernherbergisálmu, sjónvarstofu og koníaksstofu. Parket á gólfi.
Sjónvarpsstofa og koníaksstofa: Gengið er upp nokkur þrep frá efra holi í sjónvarpsstofu með mikilli lofthæð og þaðan áfram í koníaksstofustofuna. Parket á gólfum. Innri svalir sem horfa yfir stofuna. Útgengi á suðvestur svalir með miklu útsýni yfir friðland Hleina, Hafnarfjörð og Reykjanesið. 37 m2 (ekki inn í HMS skráningu)
Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum morgunsvölum. Gengið inn í fataherbergi og þaðan áfram inn á baðherbergi með sturtu og baðkari. Flísar á baði annars parket. Um 30 m2
Herbergi 2 og 3: Tvö góð herbergi með fallegu útsýni út á friðland Hleina. Parketi á gólfum. Um 9,5 m2 + 9,5 m2
Þvottahús: Vaskur og innrétting, flísar á gólfi og veggjum.
Neðra hol/neðri svefnálma: Gengið niður hálfa hæð úr andyri. Stór skápur, flísar á gólfi.
Baðherbergi: Lítið baðherbergi með sturtu, flísalagt.
Herbergi 4 og 5: Parket á gólfum, hefur verið opnað milli herbergja en auðvelt að loka aftur. Um 9 m2 + 9 m2
Búr: Gengið niður hálfa hæð úr neðra holi. Hillur á veggjum. Málað gólf. Um 7 m2
Filmugeymsla: Gengið niður hálfa hæð frá búri. Filmugeymsla var sýningarherbegi fyrir bíósal en er hobbyherbergi/geymsla í dag. Vaskur og innréttingar. Málað gólf. um 9,5 m2
Bíosalur: Stór bíósalur með 3,2 metra breiðu sýningartjaldi. Parket á gólfi. Um 31 m2
Líkamsrækt: Inn af bíósal. Parket á gólfi. Búningsklefi, sturtur og sauna með flísum. Um 21 m2
Bílskúr: Innangegnt frá neðri svefnherbergisgangi. Rúmgóður, vaskur og skápar. Um 47 m2
Útigeymsla/stúdíó: Útigeymsla er undir efra bílaplani. Harðull á veggjum, plastparket á gólfi. Var notað sem lítið upptökustúdío um tíma en er núna notað sem geymsla. Um 10 m2 (ekki inn í HMS skráningu)
Vertu velkomin að bóka einkaskoðun.
Kaupstaður fasteignasala
Karólína Íris Jónsdóttir
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Lagalegur fyrirvari: Þessi vefsíða veitir viðbótarupplýsingar um eignina Sævang 25 í Hafnarfirði, samanteknar og settar fram af eiganda eignarinnar. Þó að vandað hafi verið til verks og ætlunin sé að koma fram af fullum heiðarleika, þá geta leynst villur og er efnið því sett fram án ábyrgðar. Sölulýsing fasteignasala er eina löglega skjalið sem gildir um söluna og eignina; því er mikilvægt að hafa samband við fasteignasöluna til að fá nánari upplýsingar um atriði sem áhugasamur kaupandi vill vita meira um.
hello@expressothemes.com
Studio M, 4th Floor 8 Lower manchester Street, M1 5QF
+38 978 0875 9922
+38 978 0875 9922
hello@expressothemes.com
Studio M, 4th Floor 8 Lower manchester Street, M1 5QF
© 2025 Sævangur 25