Já, Hafnarfjörður!

tja..... hvar skal byrja....drekka, borða, klæðast, fara til læknis, kaupa gjafir, fara á tónleika, kíkja á safn, fara í klippingu, ljós, kaupa leikföng

“Hafnarfjörður er einstakur bær. Þar eru ævintýri og djúp saga við hvert fótmál, miðbærinn er fullur af lífi og hafnarsvæðið heillandi”

Miðbærinn

Miðbær Hafnarfjarðar er líklega eitt best geymda leyndarmál Hafnfirðinga. Hann er einn af þeim stöðum sem hefur náð að halda í sál sína og stemningu yfir áratugina, en samtímis vaxið og þróast í nútímalega, fjölskylduvænan bæjarkjarna. Þessi blanda af gamalli íslenskri menningu og nútímaþægindum gerir miðbæ Hafnarfjarðar að einstökum stað fyrir fólk og fjölskyldur að heimsækja og njóta. Það að hafa hann í göngufæri frá heimili sínu er mikils virði.

Neðst á síðunni er listi yfir fasta viðburði í Hafnarfirði.

 

Strandgatan

Strandgatan er aðalverslunargata miðbæjarins og hefur verið hjartað í að halda uppi verslunar- og menningarlífi svæðisins í gegnum árin. Með fjölbreytt úrval af verslunum, frá sérvöruverslunum sem selja íslensk handverk og hönnun, gjafavörur og blóm yfir í litlar krúsídúllubúðir. Gatan býður upp á eitthvað fyrir alla. Stemningin á Strandgötunni er einstök með blöndu af sögu og nútíma, þar sem gömlu húsin hýsa nútímalegar verslanir sem gerir hana að sérstaklega heillandi og að mikilvægum hluta af Hafnarfirði.

Fjörður

Fjörður er verslunarkjarni á milli Strandgötu og Fjarðagötu. Þar má finna fjölbreytt úrval verslanna og þjónustufyrirtækja, þar á meðal fataverslanir, úr og skartgripi, apótek, póshús, veitingastaði, hárgreiðslustofur og þar finnurðu líka Heilsugæslu Hafnarfjarðar. Vefsíða

Veitingastaðir

Veitingastaðirnir í miðbæ Hafnarfjarðar eru fjölmargir og fjölbreyttir sem endurspeglar taktinn í íslenskri matargerð og alþjóðlegum áhrifum. Þú getur fundið allt frá lystugum kebab í Firði, eða hefðbundnari rétti á stöðum eins og A. Hansen og Fjörugarðinum,  Evrópskt kokkasnobb færðu á Krydd, og ramm íslenska fiskrétti á Tilverunni.  Á RIF getur þú notið máltíðar eða drykkja með útsýni yfir höfnina og á Betri Stofunni, sem er einkaklúbbur up á 7. hæð í Firði, sötrað kokteila með útsýni yfir höfnina og alla leið yfir á Snæfellsnes. Fyrir fjölskyldur með börn er svo auðvitð Ísbúð Vesturbæjar. Happy Hour er í boði hjá ýmsum vertum og  uppákomur hafa mikið aðdráttarafl, sértaklega í tengslum við Bæjarbíó. Í heildina eru um 22 staðir í og við miðbæinn sem bera fram veitingar af einni sort eða annarri. Listi HÉR

Menning og list

Menningarlíf Hafnarfjarðar er kraftmikið og fjölbreytt. Bæjarbíó býður upp á fjölbreytta dagskrá af leikhúsi og tónlist. Hafnarborg, listasafn bæjarins, er með sýningar sem bæði börn og fullorðnir geta notið, og frítt er inn fyrir börn og eldra fólk. Ýmis önnur söfn eru rekin af bænum og einkaaðilum. Ef þú leitar vel þá kannski finnurðu Litla Gallerí í Strandgötunni. Ekki má gleyma Hjarta Hafnarfjarðar, tónlistarhátíðinni sem haldin er árlega og fagnar tónlist í öllum sínum myndum. Þessi viðburður er mjög vinsæll og fjölskylduvænn með ýmsum tónleikum og skemmtun í miðbænum.

Trúarstarf

Hafnarfjarðarkirkja er í hjarta Hafnarfjarðar og hún er lifandi samfélagsmiðstöð með fjölbreytta starfsemi. Sunnudagsmessur eru fastur liður í vikulegu lífi margra íbúa. Auk helgihaldsins er Hafnarfjarðarkirkja vettvangur fyrir fjölmargar aðrar athafnir. Barnastarfið er eitt af þeim sviðum sem kirkjan leggur mikla áherslu á, með sunnudagaskóla þar sem börn fá að læra um trú, siðferði og samfélag í gegnum leik og fræðslu. Kirkjan stendur einnig fyrir kórastarfi, þar sem kórar barna og fullorðinna syngja saman, sem styrkir samheldni og gefur tónlistarástvinum vettvang til að blómstra.
Kirkjan er einnig staður fyrir samveru og stuðning. Hjálparstarf og fræðslufundi eru haldnir reglulega, þar sem fólk getur fengið ráðgjöf, stuðning og ræktað andlega vellíðan. Í kirkjusalnum eru einnig haldnir viðburðir eins og tónleikar, listasýningar og samfélagslegar samkomur, sem opna kirkjuna fyrir öllum, óháð trúarlegum bakgrunni. Á heimasíðu kirkjunnar má sjá hvað er á döfinni hverju sinni. Hafnarfjarðarkirkja er ein af fjórum kirkjum Hafnarfjarðar.

Tónlistarskólinn

Við hlið Hafnarfjarðarkirkju er Tónlistarskóli Hafnarfjarðar sem er lifandi miðstöð fyrir tónlistarnám í bænum. Skólinn býður upp á fjölbreytta kennslu í hljóðfæraleik, söng og tónfræði fyrir börn og fullorðna. Meðal starfsemi eru grunn-, mið- og framhaldsnám, forskóladeild, Suzuki-nám, og rytmíska deildin Tónkvísl. Nemendur geta tekið þátt í samspilshópum eins og sinfóníuhljómsveit og lúðrasveitum, sem efla samheldni og tónlistarþroska.

Höfnin

Höfnin í Hafnarfirði er líka sérstaklega yndisleg og býður upp á fallegt útsýni yfir sjóinn. Það er einstakt að geta gengið meðfram höfninni, horft á báta koma og fara, og njóta sjávarloftins. Í góða veðrinu er hægt að taka göngutúra með fjölskylduna..

Jólaþorpið

Einn af hápunktunum í miðbænum er Jólaþorpið, sem er fastur viðburður á aðventunni. Þetta er tími þegar miðbærinn breytist í ævintýraheim með upplýstum jólaskreytingum, jólatónleikum, og markaði með handverki og jólavarningi. Jólaþorpið í Hafnarfirði er þekkt fyrir hlýleika og fjölskylduvæna stemningu, þar sem börn geta hitt jólasveininn, farið í skautaferð á Hjartasvellinu fyrir framan Bæjarbíó, og fjölskyldur geta notið heitrar súpu eða kakó í upphituðu tjaldinu á bak við Bæjarbíó. Þetta er tímabil þar sem miðbærinn nær hámarki sínu í að vera fjölskylduvænn og skemmtilegur staður.

“Hjartað” í Hafnarfirði er ekki bara orðatiltæki heldur líka raunverulegur staður þar sem menning, matur, og mannlíf koma saman. Það er miðpunktur alls þess sem gerir Hafnarfjörð að yndislegum stað til að búa í eða heimsækja. Þetta hjarta slær með krafti í gegnum alla menningar- og skemmtiviðburði, í gegnum verslanir og veitingastaði, og í gegnum alla þá hátíðarskemmtun sem gerir miðbæinn lifandi og fjölskylduvænan. Það er margt ótalið varðandi miðbæinn eins og bókasafnið og ýmislegt fleira, en gott er að skoða www.hafnarfjordur.is til að sjá viðburðardagatalið þeirra.

Árlegir viðburðir

 
  • Bjartir dagar: Menningarhátíð sem hefst 1. júní með þriðjubekkingum sem syngja inn sumarið. Hún endurspeglar fjölbreytta menningarstarfsemi bæjarins.
  • Gakktu í bæinn: Viðburður þar sem listamenn, hönnuðir og handverksfólk opna vinnustofur sínar fyrir gestum.
  • Sjómannadagurinn: Haldinn hátíðlegur síðan 1953 með fjölbreyttri dagskrá við Flensborgarhöfn, þar á meðal heiðrun sjómanna og björgunarleiktæki.
  • Þjóðhátíðardagurinn: Fánahylling á Hamrinum, skrúðganga, fjallkona flytur ávarp, og fjölbreytt skemmtidagskrá í miðbænum.
  • Víkingahátíð: Hátíðin fer fram á Víðistaðatúni vikuna í kringum 17. júní með bardagasýningum, víkingaleikjum, markaði og fleiru.
  • Bóka- og bíóhátíð barnanna: Hátíð að hausti sem minnir á mikilvægi lestrar og bóka í tengslum við kvikmyndir.
  • Jólaþorpið: Á aðventunni iðar Jólaþorpið af lífi með litlum skreyttum jólahúsum, markaði og veitingum.
  • Þrettándagleði: Jólin kvödd á Ásvöllum með dansi, söng og flugeldasýningu.
  • Vetrarhátíð: Hátíð í febrúar með menningu, list og útiveru.
  • Sumardagurinn fyrsti: Hefst með víðavangshlaupi og fjölskyldudagskrá á Víðistaðatúni.
  • HEIMA tónlistarhátíð: Hátíð á síðasta vetrardag þar sem tónlistarflytjendur spila í heimahúsum í miðbænum.
  • Hjarta Hafnarfjarðar: Bæjar- og tónlistarhátíð sem hefst í júní og stendur í nokkrar vikur.
  • Gleðigangan Hinsegin daga: Hafnarfjarðarbær tekur þátt í árlegri Gleðigöngu Hinsegin daga.
  • Ratleikur Hafnarfjarðar: Byrjar í júní og leiðir þátttakendur um uppland Hafnarfjarðar til að njóta útivistar.
  • Uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar: Hátíð þar sem verðlaun eru veitt í september.
  • Safnanótt: Skemmtidagskrá í sundlaugum í tengslum við Safnanótt á höfuðborgarsvæðinu.
  • Jólahjarta Hafnarfjarðar: Jólasýningar og aðventustemning við Bæjarbíó.
 
Þessi listi er ekki tæmandi en endurspeglar helstu fasta viðburði í Hafnarfirði á hverju ári
 
 
 

Veitingastaðir miðbær - feb 2025

Fjörugarðurinn
Pallet kaffihús
Von mathús
Figo Pizza – take away
Ísbúð Vesturbæjar
Subway – take away
Krydd
Rif
Pizzan – take away
Kebab Fjörður
Sól Restaurant

Kökulist Fjörður
Tilveran
Pylsubarinn – take away
Tuk Tuk Thai
Turf house – take away
A Hansen
Brikk
Norðurbakkinn
Betri stofan – Klúbbur
Bæjarbíó – bar
Kænan

Bóka skoðun á sævangi 25

Karólína Íris Jónsdóttir

Löggiltur fasteigna- og skipasali

Lagalegur fyrirvari: Þessi vefsíða veitir viðbótarupplýsingar um eignina Sævang 25 í Hafnarfirði, samanteknar og settar fram af eiganda eignarinnar. Þó að vandað hafi verið til verks og ætlunin sé að koma fram af fullum heiðarleika, þá geta leynst villur og er efnið því sett fram án ábyrgðar. Sölulýsing fasteignasala er eina löglega skjalið sem gildir um söluna og eignina; því er mikilvægt að hafa samband við fasteignasöluna til að fá nánari upplýsingar um atriði sem áhugasamur kaupandi vill vita meira um.