“Sævangurinn er einstaklega vel staðsettur með tilliti til aðgengis að skólum, útivist og þjónustu.”

umhverfið

  • Skólar: Öll skólastig í göngufæri.
  • Útivist: Fjölbreytt útivistartækifæri; frá ströndinni að Hleinum og innan hraunsins sem er náttúruleikvöllur.
  • Víðistaðatún: Almenningsgarður með fjölbreytta afþreyingu; tennisvellir, strandblak, hoppubelgur, aparólur, kastali, tjörn, grillsvæði og uppákomur yfir árið.
  • Miðbærinn: 15 mínútur gangandi, 4 mínútur akandi.
  • Veitingar: 40 skyndbita- , veitinga- og vínveitingastaðir eru í um 1300 m radíus frá eigninni. (listi neðst á síðu)
  • Bali: Hundasvæði í 15 mínútna göngufæri eða 2 mínútu akstur, nýtt vel af hundaeigendum á svæðinu.
  • FH Kaplakriki: Í 1500 m fjarlægð, auðvelt aðgengi yfir Víðistaðatún, niður Flatahraunið og um undirgöng.
  • Verslanir: Allar helstu matvöruverslanir í 1-4 mínútna akstursfjarlægð.
Faxaflói

“Nálægðin við skóla er einn af  kostum eignarinnar. Leikskóli, barnaskóli og grunnskóli upp í 10. bekk, eru allir í örstuttri göngufjarlægð, sem einfaldar líf fjölskyldunnar verulega.”

Skólar

Hinu megin við Hjallabrautina, 2ja mínútna gangur (120m) frá eigninni, eru bæði leikskóli og barnaskóli Hjallastefnunar.

Yfir Víðistaðatún hjá kirkjunni, um 4ra mínútna gangur (400m) frá eigninni, er Víðstaðaskóli en hann kennir 1.-10. bekk.

flensborg1

Flensborgarskóli trónir svo yfir miðbænum í um 30 mínútna göngufæri (2000m).

“Hleinar er friðlýstur fólkvangur sem tekur við á suðvesturhlið lóðarinnar. Það er fagurt fjöru og útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi sem vaxið er náttúrulegum gróðri svo sem mosa- og lynggróðri.”

Hleinar

  • Náttúruperla: Svæðið, sem er friðlýstur fólkvangur, er náttúruperla með gönguleiðir, klettaborgir og hraun sem bjóða upp á endalaus ævintýri fyrir alla aldurshópa. Hér getur maður upplifað frið og ró náttúrunnar. Hér má sjá kort af svæðinu
  • Fjaran: Strandlengjan við Hleina er í 6 mínútna göngufæri (350m). Fullkomin fyrir þá sem elska að labba meðfram sjónum, taka sér sundsprett eða bara njóta útsýnisins úr fjörunni yfir Faxaflóa.
  • Sólsetur: Um 100m frá eigninni er hóll sem hægt er að ganga út á og setjast og njóta sólsetra þar sem sólin sest yfir Faxaflóa.
  • Fornminjar: Norðaustan við eignina er óbyggt svæði, sem reyndar tilheyrir ekki Hleinum, en það býr yfir fornminjum frá 17. öld. Á svæðinu eru miklar hleðslur og þar vex líka þyrping af gjöfulum rifsberjarunnum. Alltaf smá skemmtilegt kapphlaup síðsumars að ná i skammt í sultun.
rifs
Hleinar
Ströndin
Faxaflói

“Víðistaðatún er hraunvafin paradís þar sem ævintýraleikir, listaverk, og grillpartí í sumarblíðu mætast.”

Víðistaðatún

Víðistaðatún er bókstaflega hinumegin við götuna, aðeins 2 mínútur gangandi (150m).  Svæðið er einn af þeim dýrgripum sem gerir hverfið einstakt. Umgirt af hrauni, með Víðistaðakirkju og skátaheimili Hraunbúa í nánd, er þetta garður fyrir alla aldurshópa.

  • List og náttúra: Garðurinn er skreyttur með fjölmörgum útilistaverkum sem vekja athygli, og tjörnin er heimili fyrir fjölbreytt dýralíf, sem gerir göngutúra enn skemmtilegri.
  • Barnaævintýri: Börn geta leikið sér í aparólum, hoppubelg, kastala, og skógarlundinum, þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín til fullnustu.
  • Grill og samvera: Á sumrin breytist garðurinn í samkomustað þar sem fólk getur komið saman til að mynda í grillhúsinu við kastalann og skapað minningar í góðum félagsskap.
  • Íþróttir og hreyfing: Fyrir þá sem elska íþróttir, þá eru í boði tveir tennisvellir, sex holu frisbígolfvöllur, strandblaksvöllur og svo risastórt fjölnotatún upp á fjölbreytta hreyfingu. Aðgangur er ókeypis og án bókunar.
  • Viðburðir: Á svæðinu er stórt viðburðatún þar sem margir skemmtilegir viðburðir eru haldnir árlega. Þar á meðal eru sýningar Hundaræktarfélags Íslands, Víkingahátíðin sem Rimmugýgur skipuleggur og reglubundnar æfingar Krikketsambands Íslands yfir sumarið.
vidistadatun
viking
Víístaðatún 2

“Ef það fæst ekki í Hafnarfirði þá vantar þig það ekki.”

Verslun og þjónusta

  • Matvörur: Næsta matvöruverslun, Netto, er rétt um eina mínútu í bíl. Fyrir fjölbreyttari valkosti, eru Bónus og Krónan hinumegin við Reykjavíkurveginn, með ÁTVR og apótek á milli sín, um 4 mínútur í bíl. Fjarðarkaup, stórmarkaðurinn sem Hafnfirðingar elska, er aðeins 500 metrum lengra, eða 6 mínútur akstur.
  • Verslanir og þjónusta: Hraunin eru full af fjölbreyttum verslunum og þjónustu; allt frá skraddara til járnsmiðju. Það er ótrúlegt hversu mikið er í boði þegar þú byrjar að leita.
  • 24 tíma verslun: Í Garðabæ, rétt við Vífilstaðarveg, er Hagkaup sem er alltaf opið, 24 tíma á sólarhringinn, með ísbúð, Yuzu Burger og Winging It rétt við hliðina, aðeins 6 mínútur í bíl.
  • Veitingar: Úrval skyndibita, veitingahúsa og vínveitingastaða er gríðarlegt innan um 1300 m radíus frá eigninni. Sjá meðfylgjandi lista fyrir ítarlega upptalningu.
  • Sundhöll: Sundhöll Hafnarfjarðar, þar sem heitu pottarnir eru vettvangur fyrir dagsins mál, er í 8 mínútna göngufæri niður Hjallabraut/Flókagötu. Hér er einnig skólasund kennt.
  • Líkamsrækt: Fyrir líkamsræktarþjálfun eru nokkrar valkostir; Hress og Worldclass í hraununum, og Kvennastyrkur í Strandgötunni í miðbænum.
  • Menning og verslun: Miðbærinn er fjársjóður af menningu, verslunum og þjónustu, svo mikið að við tileinkum sér upplýsinaasíðu til að fjalla um það.

Nálægir veitingastaðir

 

Fjörugarðurinn
Pallet kaffihús
Von mathús
Figo Pizza – take away
Ísbúð Vesturbæjar
Subway – take away
Krydd
Rif
Pizzan – take away
Kebab Fjörður
Kökulist Fjörður
Tilveran
Pylsubarinn – take away
Tuk Tuk Thai
Turf house
A Hansen
Brikk
Norðurbakkinn
Betri stofan – bar
Bæjarbíó – bar

Burger-inn
Gamli enski – bar
Ölhúsið – bar
Búllan
Wok to Walk
Ísbúð Huppu
Dúos
Jolli – take away
Fine Take Away
KFC
American Style
Lemon
Loving vegan
Castello
Serrano
Fonix
Noodle station
Bæjarbakarí
Little Tokio Sushi
Dominos – take away

Bóka skoðun á sævangi 25

Karólína Íris Jónsdóttir

Löggiltur fasteigna- og skipasali

Lagalegur fyrirvari: Þessi vefsíða veitir viðbótarupplýsingar um eignina Sævang 25 í Hafnarfirði, samanteknar og settar fram af eiganda eignarinnar. Þó að vandað hafi verið til verks og ætlunin sé að koma fram af fullum heiðarleika, þá geta leynst villur og er efnið því sett fram án ábyrgðar. Sölulýsing fasteignasala er eina löglega skjalið sem gildir um söluna og eignina; því er mikilvægt að hafa samband við fasteignasöluna til að fá nánari upplýsingar um atriði sem áhugasamur kaupandi vill vita meira um.